Nytjamarkaður unglingadeildar Vestra

Hægt verður að prófa klifurvegg Vestra gegn vægu gjaldi.
Hægt verður að prófa klifurvegg Vestra gegn vægu gjaldi.
Krakkar í unglingadeildinni Vestra á Patreksfirði standa fyrir nytjamarkaði laugardaginn 13. nóvember  í Sigurðarbúð á Patreksfirði.

Tilgangurinn er að safna fé fyrir merktum peysum og óska krakkarnir eftir aðstoð við markaðinn.

„Til þess að geta haldið nytjamarkað þá þurfum við á ykkur að halda", segja krakkarnir. „Okkur vantar nytjahluti til að selja, t.d. húsgögn, leirtau, föt, styttur, stóla og bara hvað eina sem við gætum komið í verð," en krakkarinr bjóðast til þess að sækja hlutina frá þeim sem vilja styrkja Vestra.

Á nytjamarkaðnum verður allt milli himins og jarðar til sölu, styttur, skraut og jóladót, þvottavél, þurrkari, hnífar og gafflar, glös og bollar, matardiskar og bækur, föt og skór, stór spegill, skápar og kommóður, hornsófi og stóll, borð og stólar, eldhúsáhöld og allt í þvottahúsið, rúm og dýnur, sængurföt og skúringagræjur ..... og já bara margt margt fleira.

 

Unglingadeildin verður svo með kaffihús þar sem boðið verður upp á kaffi, heitt súkkulaði og meðlæti gegn vægu gjaldi. Einnig mun unglingadeildin bjóða upp á klifur í flott klifurveggnum þeirra og verður það einnig gegn vægu gjaldi.

 

Hvetjum alla til að kíkja við í Sigurðarbúð á laugardaginn, gera góð kaup, prófa klifurvegginn og enda svo heimsóknina á kaffihúsinu hjá unga fólkninu.


Garagesale - Café - Climbing

 

The youngsters in the youth part of the rescue team are throwing a Garagesale on Saturday november 14, between 13:00 and 17:00 hrs in Sigurðarbúð, house of the Rescue team.

 

There will be a whole lot of every thing for sale for example; plates, Christmasornaments, books, knives and forks, beds, mirrors, lights, clothes, shoes, all kinds of furnitures.... indeed there will be all kinds of every thing....... for sale!!

 

There will also be a Café where you can sit down and have a nice cup of coffee, hot chocolate and cookies.

 

The youngsters will also be at their climbingwall and people can try out the wall.

 

Our idea is that you start at the Garagesale, then try out the climbingwall and then sit down with a nice cup of coffee. All that at a very low price!!

 

Hope to see you all!!Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is