Öldungadeild Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar kemur saman

Öldungadeild Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar kemur saman á Patreksfirði laugardaginn 16. október kl. 09.30.

 

Þetta er í fimmta sinn sem jaxlarnir eru kallaði saman. Fyrsta samkoman var haldin á Suðurnesjum 2002 og síðan hafa þeir hist annað hvert ár; í Stykkishólmi, á Húsavík og síðast á Hornafirði.

 

Öldunadeildin er hópur gamalla SVFÍ- og Landsbjargarfélaga sem njóta þess að koma saman og gera eitt og annað sér og öðrum til skemmtunar. Það er eini tilgangur deildarinnar.

 

Dagskrá með fyrirvara um breytingar
Kl. 09.30 Farið með rútu í Selárdal í Ketildölum með leiðsögn
Kl. 12.30 Súpa og brauð á Vegamótum á Bíldudal
Kl. 14.00 Skoðunarferð í Skrímslasetrið og tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar, Melódíur minninganna á Bíldudal
Kl. 16.00 Ekið til Tálknafjarðar og farið í Pollinn
Kl. 17.00 Ekið til Patreksfjarðar
Kl. 17.30 Fundur í Lávarðadeild Björgunarsveitarinnar Blakks á Patreksfirði
Kl. 20.00 Sameiginlegur kvöldverður

 

Þátttaka tilkynnist á netfangið magnus@atvest.is eða í síma 490 2301.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is