Opin kynningarfundur um nýtingaráætlun

Opinn kynningarfundur á tillögu um nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar verður haldinn í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal 3. desember kl. 20.

Tillagan er hluti af stærra verkefni sem kallast Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða. Fjórðungssamband Vestfirðinga, Teiknistofan Eik og Háskólasetur Vestfjarða standa að verkefninu.

Markmið þess er að skipuleggja strandsvæðin með svipuðum hætti og gert er á landi en á Íslandi nær skipulagsvald sveitarfélaga aðeins til lands, nánar tiltekið út að 115 m frá stórstraumsfjöruborði. Áætlunin er þannig yfirlýsing sveitarfélaganna um það hvernig þau vilja að strandsvæðin séu nýtt en er einnig samantekt á ýmsum forsendum fyrir ákvarðanatöku á strandsvæðinu.

Nýtingaráætlunin á að vera verkfæri fyrir sveitarstjórnir, leyfisveitendur og hagsmunaaðila til þess að bæta ákvarðanatöku. Henni er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu og þróun á svæðinu og efla það með sameiginlegri stefnumótun, er byggi á styrkleikum svæðisins og þeim auðlindum sem þar er að finna.

Nánari upplýsingar um nýtingaráætlunina, m.a. tillögu að greinargerð og uppdráttum, er að finna á heimasíðu Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is