Öryggisfræðslunámskeið fyrir smábátasjómenn

Landsbjörg
Landsbjörg
Fyrirhugað er að Slysavarnaskóli sjómanna verði með öryggisfræðslunámskeið fyrir sjómenn á Patrekfirði um miðjan febrúar.

 

Þetta námskeið er nauðsynlegt til að fá lögskráningu á skip og báta samanber lög nr. 43/1987 og reglugerð nr. 880/2001. Nú fær enginn sjómaður lögskráningu nema hafa sótt námskeiðið og á fimm ára fresti þarf að sækja endurmenntunarnámskeið.

 

Námskeiðið tekur heilan dag fyrir þá sem ekki hafa farið á það áður en hálfan dag fyrir þá sem hafa setið það áður og þurfa endumenntun.

 

Unnið er að undirbúningi námskeiðsins og tekur Bára Pálsdóttir á Patreksfirði við skráningum á námskeiðið í síma 869-9744 eða 456-1160.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is