Óvissa í sjávarútvegi!

Almennur fundur, með yfirskriftinni Óvissa í sjávarútvegi!, verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði miðvikudagskvöldið 24. mars kl. 20:00.

Fundarboðendur eru sveitarfélög og hagsmunasamtök til lands og sjávar á Vestfjörðum sem sameinast í andstöðu við fyrningarleið í sjávarútvegi, afnám sjómannaafsláttar og aðför að landsbyggðinni.

Bein vefútsending verður frá fundinum á heimasíðunni www.bb.is.

Fundurinn á Ísafirði er hliðstæður fundum sem sveitarfélög og hagsmunasamtök hafa efnt til undanfarið í Ólafsvík, á Eskifirði og í Vestmannaeyjum. Í undirbúningi eru fleiri slíkir fundir, meðal annars við Eyjafjörð og á Suðurnesjum.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is