Parkour námskeið á Patreksfirði

Dagana 7.-9. júní verður haldið Parkour námskeið í og við íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð á Patreksfirði.

Námskeiðið er fyrir 8-16 ára stelpur og stráka.

Parkour sem er alþjóðleg jaðaríþrótt sem snýst um góðan lífstíl og mikla hreyfingu. Hana má stunda hvar sem er og er algengast að fólk stundi íþróttina í þéttbýli og hafi þann tilgang að komast á frumlegan hátt á milli staða. Þjálfun í Pakour byggir mikið á þreki, snerpu, teygjum og stökkum.

Parkour ætti því að henta krökkum sem hafa gaman af því að hreyfa sig og læra eitthvað nýtt.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Andri Gunnarsson, 21 árs en hann hefur stundað parkour frá því hann var sextán ára og þjálfað á annað ár.

Námskeiðið stendur í tvo tíma í senn, og er kennt föstudag, laugardag og sunnudag. Nánari tímasetningar liggja fyrir síðar. Hugsanlega verður aldursskipt á námskeiðin ef mikil aðsókn verður.

Verð kr. 5.000.-

Haldin verða tvö námskeið ef þátttaka er næg, og er gert ráð fyrir 10 krökkum á hvort þeirra. Því er mikilvægt að skrá sig við fyrsta tækifæri. Skriflegar skráningar verða að berast í síðasta lagi föstudaginn 31. maí á nýju skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75. Skráningareyðublöð http://www.vesturbyggd.is/stjornsysla/eydublod/.

Með fyrirvara um næga þátttöku.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is