Patreksdagurinn 17. mars

Unnið er að undirbúningi fyrir hátíðahöld á Patreksdeginum 2010, þann 17. mars.

 

Auglýst er eftir áhugasömum aðilum í undirbúningshóp fyrir hátíðahöldin. Fundur fyrir áhugasama verður fimmtudaginn 18. febrúar kl. 18 í Skor þekkingarsetri.

 

Patreksdagurinn er upplagður dagur til að halda hátíð í bæ og standa saman að fagnaðarhöldum eins og verið hefur. Í ár hafa komið fram hugmyndir um lengja hátíðina.

 

Samkvæmt Landnámu var fyrsti landnámsmaður í Patreksfirði Örlygur Hrappsson sem steig á land í firðinum sunnanverðum ásamt mönnum sínum. Þar heitir síðan Örlygshöfn. Nefndi hann fjörðinn eftir fóstra sínum, Patreki biskupi í Suðureyjum.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is