Patreksdagurinn 17. mars

Patreksdagurinn er upplagður dagur til að halda hátíð í bæ.

 

Dagskrá Pareksdagsins 17. mars 2011

 

16.00 Skjaldborg, bíóýning, Gulliver's Travels

 

18.00 Sigurðarbúð, strax eftir bíó verður klifurveggurinn, boðið upp á kassaklifur, farið yfir hvernig bregðast skal við í neyð heima eða að heiman, hvernig skal útbúa sig til styttri gönguferða, fjórhjól ofl.

 

20.00, Skjaldborg, bíósýning

 

Tilboð í tilefni dagsins

 

Sjóræningjahúsið
12.30 Græn og gómsæt karrýkjúklingasúpa, brauð og kaffi kr. 1.200.-

 

Hvernig framleiðum við fóðurmjöl og dísilolíu úr repjufræjum? Íslenskir bændur verða olíubændur.  Fyrirlesari dagsins er Ármann Halldórsson, forstöðumaður tæknideildar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Nýlega hafa birst fréttir af því að fyrirtækið N1 hyggist leggja til 500 milljónir í fóðurmjöls- og dísilverksmiðju, en Ármann hannaði þá verksmiðju. Ármann er byggingatæknifræðingur að mennt og fjallaði í lokaverkefni sínu um lífdísil framleiddan úr repjufræjum.  Nánari upplýsingar er einnig að finna í frétt um málið á bls. 10 í Fréttablaðinu 15. mars.


Fjölval
15% afsláttur af öllum brauðum og bakstri.
50% afsláttur af nýja nammibarnum.
Patti smjatti - snúður með grænum glassúr 99 kr.

 

Albína
Tilboð á grænmeti og ávöxtum, Pepsi og Pepsi Max, Ritz kex

 

Þorpið
Pizza tilboð, pizza með þremur áleggjum kr. 1.700

 

Grillskálinn
Allt grænt (nema olíuvörur) með 20% afslætti

 

Samkvæmt Landnámu var fyrsti landnámsmaður í Patreksfirði Örlygur Hrappsson sem steig á land í firðinum sunnanverðum ásamt mönnum sínum. Þar heitir síðan Örlygshöfn. Nefndi hann fjörðinn eftir fóstra sínum, Patreki biskupi í Suðureyjum.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is