Patreksfirðingurinn Henrik Danielsen Íslandsmeistari í skák

Henrik Danielsen, mynd: bb.is
Henrik Danielsen, mynd: bb.is
Henrik Danielsen stórmeistari tryggði sér í gær sigur á Skákþingi Íslands í Bolungarvík og er því Íslandsmeistari í skák.

Henrik gerði stutt jafntefli við Guðmund Kjartansson í 10. og næst síðustu umferð á Íslandsmótinu í skák sem nú stendur yfir.

„Þarna eru margir hæfileikaríkir ungir skákmenn. Þeir eru alltaf hættulegir og maður þarf sífellt að vera að passa sig. Ef maður sýnir veikleika þá sigra þeir, þannig er skákin, maður þarf bæði að vera varkár og líka að sækja sigurinn," segir Henrik Danielsen.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is