Peningur sleginn sjómannadeginum á Patreksfirði

Sjómannadagurinn á Patreksfirði 1941-2011
Sjómannadagurinn á Patreksfirði 1941-2011
Sleginn hefur verið minnispeningur í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá því að sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Patreksfirði.

Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Patreksfirði 8. júní árið 1941. Kappróðrabikarinn vann fyrst áhöfnin á b/v Gylfa BA-77.

Hönnun og umsjón með gerð peningsins önnuðust Magnús Ólafs Hansson og Einar Jónsson. Mótið var grafið, og peningurinn sleginn, hjá Ísspor í Reykjavík.

Einungis voru slegnir 70 peningar úr bronsi. Peningurinn er í fallegri öskju. Þvermál peningsins er 50 mm. Í rönd peningsins er slegið númer hans og upplag.

Hægt er að kaupa peninginn hjá Magnúsi Ólafs Hanssyni í Skor þekkingarsetri á Patreksfirði. Frekari upplýsingar gefur Magnús í síma 490 2301.
   

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is