Pönk á Patró

Hljómsveitn Pollapönk
Hljómsveitn Pollapönk
Síðasta laugardag fór Pönk á Patró fram í fyrsta skipti og þar var gleðin í fyrirrúmi.

Fram kom hljómsveitin Pollapönk en fyrst stýrði sveitin tónlistarsmiðju fyrir börn og unglinga áður en hún hélt tvenna tónleika í Sjóræningjahúsinu.

 

Á kvöldtónleikunum frumflutti Pollapönk nýtt lag sem krakkarnir sömdu ásamt sveitinni í tónlistarsmiðjunni fyrr um daginn við mikinn fögnuð viðstaddra. Ekki var stuðið minna þegar Dr. Gunni steig á svið og flutti Prumplagið með Pollapönki en eftir tónleikana stýrði svo doktorinn æsispennandi spurningakeppni af sinni alkunnu snilld.

 


Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is