Pönk á Patró með Diktu þann 13. ágúst

Pönk á Patró 2011 - dagskrá
Pönk á Patró 2011 - dagskrá
Laugardaginn 13. ágúst, verður Pönk á Patró haldið í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í þriðja sinn.

Dagskráin er glæsileg en það er hljómsveitin Dikta sem kemur fram á Pönk á Patró í ár. Dikta fetar þar með í fótspor Pollapönks og Amiinu sem gerðu það gott á Patreksfirði á síðasta ári.

 

Dikta mun stjórna tónlistarsmiðju á sinn einstaka hátt en svo heldur hljómsveitin tvenna tónleika í Eldsmiðju Sjóræningjahússins. Þá fyrri fyrir börn og unglinga að lokinni tónlistarsmiðju og þá seinni klukkan 21:00 um kvöldið. Frítt er fyrir börn og unglinga á tónleikana sem og í tónlistarsmiðjuna sem hefst klukkan 13:00.

Í fyrra sló tónlistarsmiðjan rækilega í gegn. Pollapönk og krakkarnir sömdu lagið Pönk á Patró sem var svo frumflutt á tónleikunum um kvöldið en Amiina og 7oi kenndu krökkunum á allskonar hljóðfæri og upptökutæki, og svo var einnig frumsamið og hljóðritað lag.

Pönk á Patró gengur út á virka þátttöku barna og unglinga en þeim mun gefast kostur á að eyða tíma með hljómsveit dagsins. Tónlistarmennirnir koma til með að spjalla við krakkana, svara spurningum um tónlist og sköpun, kynna fyrir þeim hljóðfæri og tónlist sína og jafnvel gefa þeim kost á að spreyta sig. Að lokinni tónlistarsmiðju verða tónleikar fyrir krakkana. Á meðan á þessu stendur gefst foreldrum tækifæri til að skoða sig um á Patreksfirði. Um kvöldið eru tónleikar fyrir fullorðna en allir stilltir krakkar velkomnir með.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is