Prófessorsstaða Jóns Sigurðssonar

Auglýst hefur verið til umsóknar prófessorsstaða Jóns Sigurðssonar við Háskóla Íslands á Hrafnseyri og í Reykjavík.

Starfið verður á fræðasviði þess sem ráðinn verður í það.

Prófessorsstarfinu fylgir rannsókna- og kennsluskylda við Háskóla Íslands auk þess sem starfsskyldur verða við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða. Gert er ráð fyrir starfsstöð á tveimur stöðum, þ.e. að Hrafnseyri við Arnarfjörð og við Háskóla Íslands. Eitt verkefna prófessorsins verður að halda árlegar ráðstefnur og námskeið í sumarháskóla á Hrafnseyri með innlendum og erlendum kennurum og fræðimönnum.

Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta 17. júní 2011 og 100 ára afmæli Háskóla Íslands, ályktaði Alþingi hinn 15. júní 2011, að stofnuð yrði ný prófessorsstaða tengd nafni hans (http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/1787.pdf).

 

Jón Sigurðsson skipar sérstakan heiðurssess í íslenskri sögu. Sem forystumaður Íslendinga í þjóðfrelsisbaráttunni greyptist persóna hans og minning í þjóðarvitund Íslendinga. Fæðingardagur hans var valinn sem þjóðhátíðardagur á Íslandi og lýðveldisstjórnarskráin látin taka gildi þann dag árið 1944. 

 Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is