Ráðgjafahópur um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra

Iðnaðarráðherra hefur skipað ráðgjafahóp til að fara yfir fyrirliggjandi tillögur fyrirliggjandi tillögur Landsnets um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum.

 

Hópnum er jafnframt falið að leggja mat á það til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta samkeppnisstöðu Vestfjarða m.t.t til möguleika svæðið til atvinnuuppbyggingar í orkufrekum iðnaði.

 

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri leiðir hópinn en auk hans eiga þar sæti þau Matthildur Helgadóttir framkvæmdastjóri Snerpu á Ísafirði og Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Hópnum er falið að skila ráðherra greinargerð fyrir lok ársins en honum ber í störfum sínum að hafa samráð við sveitarfélög á Vestfjörðum.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is