Rannsóknarverkefni um blóðgun línufisks

Vaxtarsamningur Vestfjarða hefur ákveðið að styrkja 3x Technology í rannsóknarverkefni um blóðgun á línufiski í smábátum.

 

Það er fyrirtækið 3X Tehcnology í samvinnu við Matís og útgerðaraðila sem hefur þróað nýjan búnað til blóðgunar um borð í línubátum, svokallaðan Rotex búnað.

 

Útgerð línubáta er sérstaklega mikilvæg sjávarbyggðum á Vestfjörðum og hefur verið ómetanleg lyftistöng fyrir byggðarþróun þar í gegnum tíðina. Þannig er ljóst að flest samfélög fjórðungsins væru mun verr stödd í dag en raun ber vitni ef ekki nyti smábátanna við. Einnig hefur á síðari tímum verið bent á það óspart að veiðar þessara báta séu mun vistvænni en annarra útgerðarflokka.

 

Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til að rétt blóðgun skili meiri verðmætum á þorskafla hefur ekki verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti. Því var talið mikilvægt að sýna fram á með rannsókn að nýr búnaður henti til notkunar um borð í minni línubátum og skili betri gæðum á afla.

 

Verkefnið sem styrkt er af Vaxtarsamningi Vestfjarða og AVS sjóðnum mun svara þeirri spurningu hvort umtalsverður gæðamunur sé á að láta afla smábáta blæða út í nýjum búnaði sem 3X hafa hannað, Rotex búnaði, miðað við hefðbundna aðferð smábáta, að blæða út í ískrapa í fiskikörum með óyggjandi hætti.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is