Reglur á árinu 2013 um niðurfellingu fasteignagjalda

Vesturbyggð
Vesturbyggð

Hér eru birtar reglur um niðurfellingu fasteingagjalda ellilífeyrisþega og öryrkja 3013.

 

1. Reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega er vegna íbúðarhúsnæðis þeirra til eigin nota og fyrir þá sem eiga lögheimili í Vesturbyggð. Niðurfellingin er tekjutengd og miðuð við árstekjur 2011, sbr. álagningu skattstjóra 2012 og tekur einungis til fasteignaskatts og fráveitugjalds.

 

2. Tekjuviðmiðun:

 

Einstaklingar

Tekjur
Krónur
Afsláttur
Allt að 2.652.000 100%
Allt að 3.684.000 100%


Hjón/sambýlingar

Tekjur
Krónur
Afsláttur
Allt að 3.346.000 70%
Allt að 4.686.000 70%

 

Hærri tekjur gefa engan afslátt. Afslátt fá ellilífeyrisþegar fæddir 1945 og fyrr.

 

3. Ellilífeyrisþegi hefur heimild til að leggja fram tekjuvottorð vegna tekna á árinu 2012 og breytast fasteignagjöld ársins 2013 til samræmis við reglur í lið 2.

 

4. Hafi veruleg tekjulækkun orðið hjá ellilífeyrisþega milli áranna 2011 og 2012 hefur bæjarráð heimild til að taka tillit til þess við niðurfellingu fasteignagjalda, berist umsókn um slíkt.

 

5. Við fráfall maka ellilífeyrisþega skulu fasteignaskattur og fráveitugjald af íbúðarhúsnæði sem maki hins látna (hinnar látnu) á og býr í falla niður að fullu fyrsta árið, þó að hámarki 77.200 kr.

 

6. Sömu reglur skulu gilda um niðurfellingu fasteignagjalda hjá öryrkjum með 75% örorku eða meiri.

 

7. Falli aðstæður ekki undir þær reglur sem að framan greinir skal bæjarráð ákveða um lækkun eða niðurfellingu fasteignagjalda.

 

8. Hámarks afsláttur til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds er 77.200 kr.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is