Reglur um strandveiðar óbreyttar

Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um strandveiðar, sem mega hefjast í maí.

Veiðisvæðin verða áfram fjögur og er kveðið á um heildarafla í hverjum mánuði, þá fjóra mánuði sem veiðarnar eru leyfðar, og á tímabilinu öllu. „Þetta er þriðja sumarið sem frjálsar handfæraveiðar með takmörkunum á heildarmagni eru heimilaðar en lög um þær tóku fyrst gildi 19. júní 2009 og voru síðan styrkt síðastliðið vor með lögum um stjórn fiskveiða. „Með strandveiðum hefur náðst umtalsverður árangur í þá veru að örva og styrkja atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum," segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Reglugerð ráðherra nú tekur mið af þeirri reynslu sem komin er af strandveiðum síðastliðin sumur og eru breytingar frá fyrra ári óverulegar.

 

  • Aflaheimildir samkvæmt reglugerðinni skiptast á fjögur landsvæði með eftirfarandi hætti: Eyja- og Miklaholtshreppur - Súðavíkurhreppur. Í hlut þess koma alls 1.996 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 499 tonnum í maí, 599 tonnum í júní, 599 tonnum í júlí og 299 tonnum í ágúst.
  • Strandabyggð - Grýtubakkahreppur. Í hlut þess koma alls 1.420 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 355um tonn í maí, 426 tonnum í júní, 426 tonnum í júlí og 213 tonnum í ágúst.
  • Þingeyjarsveit - Djúpavogshreppur. Í hlut þess koma alls 1.537 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 231 tonni í maí, 307 tonnum í júní, 538 tonnum í júlí og 461 tonni í ágúst.
  • Sveitarfélagið Hornafjörður - Borgarbyggð. Í hlut þess koma alls 1.047 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 419 tonnum í maí, 366 tonnum í júní, 157 tonnum í júlí og 105 tonnum í ágúst.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is