Reglur um vetrarþjónustu

Snjómoksturskort 2010
Snjómoksturskort 2010
Vegagerðin kynnti í liðinni viku nýjar reglur um vetrarþjónustu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt.

Kostnaður lækkar um 200 milljónir króna á næsta ári en þjónustan verður svipuð og var árið 2006.

Vegagerðin hefur þróað tækni og búnað undanfarin ár sem gerir henni nú kleift að ná fram betra skipulagi og markvissari stjórnun við vetrarþjónustuna. Þetta þýðir að aðföng sem notuð eru í vetrarþjónustunni má nýta betur og lækka með því kostnað.

 

Stefnt er að því að 200 milljónir króna sparist með nýju reglunum eða um 10% af heildarkostnaði við vetrarþjónustuna í krónutölu, einsog ætlast er til samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Ef mið er tekið af verðlagsbreytingum er sparnaðurinn töluvert meiri í prósentum.

 

Þetta þýðir að þrátt fyrir niðurskurð á árinu 2009 næst að halda óbreyttri vetrarþjónustu út árið 2009. Til viðbótar hefur svokallaðri G-reglu verið breytt lítillega þannig að mögulegt verði að moka snjó einu sinni í viku til 5. janúar, ár hvert, leyfi aðstæður það og ekki eru aðrar samgönguleiðir að ræða. Þetta tekur gildi strax.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is