Reiknivél á vefnum um verð á fjarskiptaþjónustu

Reiknivél PFS
Reiknivél PFS
Póst- og fjarskiptstofnun hefur komið upp vefnum reiknivel.is þar sem unnt er að bera saman ýmis atriði í verði á fjarskiptaþjónustu.

 

Tilgangur reiknivélarinnar er að auðvelda neytendum að átta sig á flóknum fjarskiptamarkaði og bera saman verð á þjónustuleiðum fjarskiptafyrirtækjanna fyrir heimasíma, farsíma og ADSL nettengingar. Reiknivél PFS tekur til algengustu innanlandsnotkunar á heimasíma og farsíma og niðurhals á gögnum erlendis frá með ADSL tengingum.

 

Ekki er gert ráð fyrir að reiknivélin sé notuð til að sannreyna símareikninga einstakra notenda. Ástæður þess eru m.a. einstaklingsbundin sérkjör s.s. vinanúmer, dreifing á lengd símtala sem er mjög einstaklingsbundin, auk þess sem reikningar fjarskiptafyrirtækjanna eru mismunandi og misjafnt hvaða upplýsingar koma fram.

 

Skrifaðu athugasemd:



Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is