Rjúpnaveiðitíminn hafinn

Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag. Veiðidagar verða helmingi færri en í fyrra þar sem rjúpnastofninn hefur minnkað.

 

Alls verður leyft að veiða rjúpur í níu daga á þessu tímabili. Veiða má í dag, á morgun og á sunnudag, og svo næstu þrjá laugardaga og sunnudaga eftir það.

 

Síðasti veiðidagurinn er því tuttugasti og sjöundi nóvember. Áfram verður bannað að selja rjúpur, auk þess sem bannað verður að veiða þær á svæði á Suðvesturlandi sem nær frá Hvalfirði og austur að Sogi. Virkt eftirlit verður með veiðunum bæði úr landi og lofti. Umhverfisstofnun hvetur menn til að stunda hófsamar veiðar.


 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is