SEEDS-tækifæri á Ítalíu í mars

Hefur þú áhuga á að ferðast, hitta nýtt fólk, kynnast framandi menningu, koma á nýjar slóðir og skemmta þér?

Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS munu senda fimm manna hóp til þátttöku í spennandi verkefni í Pisa á Ítalíu: S.P.O.R.T. together. Langar þig til að slást í hópinn?

Hvert: Pisa, á Ítalíu

Hvenær: 20.-27. mars 2012

Umsóknarfrestur: Miðvikudagurinn 1. febrúar 2012

Þema og markmið: Verkefnið ætti að höfða sérstaklega til íþróttaáhugafólks því það gengur m.a. annars út á hvernig nota má íþróttir sem tæki til að hrista saman ungt fólk af ólíkum uppruna og efla félagslega vitund þess. Lögð verður áhersla á mikilvægi þess að temja sér heilbrigt líferni, leggja stund á íþróttir og huga að umhverfis- og náttúruvernd.
Skilyrði til þátttöku: Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfarardegi), vera áhugasamur um umhverfis- og félagsmál og hafa gott vald á ensku.

Þátttökulönd: Grikkland, Tyrkland, Tékkland, Ísland, Ítalía og Spánn.

Aðstaða: Gist verður á farfuglaheimili í miðbæ Pisa.

Kostnaður: Skipuleggjendur verkefnisins sjá um allan kostnað við fæði og húsnæði. Auk þess eru þátttakendur styrktir um 70% af útlögðum ferðakostnaði, þó að hámarki 315 evrur, sem greiðast eftir að verkefninu lýkur og kvittunum hefur verið skilað. Umsýslu- og þátttökugjald til SEEDS er 20.000 krónur og greiðist af þeim sem valdir verða til ferðarinnar. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

Umsóknareyðublað má finna á eftirfarandi link og eru áhugasamir beðnir um að fylla það út á ensku og senda okkur fyrir miðvikudaginn 1. febrúar 2012.

Frekari upplýsingar veitir Valdís Gunnarsdóttir vala@seeds.is.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is