SÍBS-lestin á Vestfjörðum

SÍBS
SÍBS
SÍBS-lestin verður á ferðinni um Vestfirði næstu daga.

Á fimmtudag verður lestin á Patreksfirði frá kl. 10-13, á Tálknafirði frá kl. 14-16 og á föstudag verða SÍBS-liðar á Bíldudal frá kl. 11-13.

Komið verður við á heilsugæslustöðvum og starfsemi SÍBS og aðildarfélaga kynnt í máli og myndum auk þess sem fólki gefst kostur á að fá mældan blóðþrýsting, blóðfitu og súrefnismettun sér að kostnaðarlausu. Þetta starf fer fram í góðu samstarfi við heilbrigðisstofnanir á svæðunum.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is