Sælkerakvöld 10. október

Frá sælkerakvöldi fyrir tveim árum
Frá sælkerakvöldi fyrir tveim árum
Hið einstaka og heimsfræga sælkerakvöld Unnar og Blakks verður haldið í félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 10. október n.k.

 

Sælkerakvöldið hefur skapað sér hefð sem einstakt skemmtikvöld sem gælir við bragðlaukana af tærri snilld og stefnir sælkerahópurinn á að koma gestum sælkerakvöldsins enn og aftur á óvart með góðum mat, ótrúlegri umgjörð og brosmildu starfsfólki.

 

Einungis verður um takmarkað magn miða að ræða og mun miðsala verða auglýst betur í næstu viku sem og matseðill kvöldsins og skemmtidagskrá.

 

Sælkerahópurinn hvetur alla sælkera til að taka 10. október frá og mæta í Félagsheimili Patreksfjarðar til að upplifa hina einstöku stemningu sem sælkerahópurinn er þekktur fyrir að skapa.

 

Orðið á götunni segir að sælkerahópurinn hafi jafnvel farið fram úr sjálfum sér í skipulagingu og að sælkerar geti átt von á að sjá eldheita dansa í bland við þjóðlegri atriði á gólfinu en sælkerahópurinn hefur ekkert viljað staðfesta í þessum efnum.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is