Sælkerasýningin Tíu þjónar og einn í sal

Tíu þjónar og einn í sal
Tíu þjónar og einn í sal
Leikfélag Patreksfjarðar sýnir í lok október leikritið Tíu þjónar og einn í sal meðan leikhúsgestir gæða sér á þriggja rétta máltíð.

  • Frumsýnt 28. október 2011 kl. 20.00 í Félagsheimili Patreksfjarðar
  • Önnur sýning 29. október kl. 20.00

Leikhúsgestir fá þriggja rétta máltíð sem hinn frábæri Sælkerahópur á Patreksfirði mun sjá um að elda. Leikarar sjá um þjónustu. Ýmsar uppákomur og atriði verða á meðan á máltíð stendur þar sem þjónustufólk sýnir á sér ýmsar hliðar sem fólk á kannski ekki að venjast svona yfir höfuð þegar það fer út að borða.

Höfundar: Ingrid Jónsdóttir og leikhópurinn
Leikarar: Bjarnveig Guðbjartsdóttir, Eiríkur Þórðarson, Fríða Sæmundsdóttir, Gestur Rafnsson, Hrannar Gestsson, Jóhanna Gísladóttir, María Ragnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Skjöldur Pálmason, Stefanía Árnadóttir og Valgeir Ægir Ingólfsson
Leikstjórn: Ingrid Jónsdóttir

Forsala aðgöngumiða er í síma 866-6822, verð 5.500. Panta þarf miða fyrir 25. október, takmarkaður sætafjöldi.

Miða þarf að greiða og sækja fimmtudaginn 27. október í Félagsheimili Patreksfjarðar milli kl. 19 og 20.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is