Saman hópurinn hvetur foreldra

Saman
Saman
Saman hópurinn hvetur foreldra til að leyfa ekki eftirlitslaus ferðalög barna og unglinga í sumar.

Nú er sumarið komið fyrir alvöru, veðurblíðan leikur við landann og margir á faraldsfæti um helgar. Útihátíðir, útilegur og sumarbústaðaferðir eru hluti af viðfangsefnum Íslendinga yfir sumarið og tilvalið er fyrir fjölskylduna að heimsækja slíkar uppákomur saman. Mikill árangur hefur náðst í vinnu gegn unglingadrykkju og eru foreldrar lykilatriði þegar kemur að forvörnum varðandi áfengi og önnur vímuefni.

Mikilvægt er að foreldrar hugi að því að börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki erindi í sumarbústaðarferðir, útilegur og útihátíðir eftirlitslaus og því nauðsynlegt að foreldrar standi saman í þeim efnum. Setjum ekki þá ábyrgð á unga fólkið okkar að vera ein á ferð þar sem upp geta komið aðstæður sem þau ekki ráða við eða eru varnarlaus, segir í tilkynningu frá hópnum.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is