Sambahátíð í Selárdal

Laugardaginn 9. júlí verður stendur Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar að svokallaðri Sambahátíð að Brautarholti í Selárdal.

Tilefni hátíðarinnar er söfnun til áframhaldandi viðgerða og endurbyggingar húss Samúels sem áformað er að verði í framtíðinni lánað út til listamanna sem vilja vinna verk á staðnum.

Dagskráin hefst um kl 15 við samkomutjald sem reist verður við safnið. Sýning um Samúel verður opin í kirkjunni og í listassafninu. Boðið verður upp á göngu upp að svokallaðri Vatnahvilft (um 30 mínútna gangur) og leiki ásamt ýmsum óvæntum upp...ákomum.

Tónlistardagskrá krydduð frásögnum verður í eða við samkomutjaldið seinnipartinn kl 16-18. Meðal þeirra sem fram koma eru tónlistarmennirnir Jón kr. Ólafsson og Jón Hallfreð Engilbertsson, sagnamennirnir Örn Gíslason og Ólafur Hannibalsson og Elfar Logi Hannesson leikari sem flytur leikþátt um sjóróðra frá Verdölum skammt frá Selárdal, á 19. öld.

Grillvagn verður á staðnum og er gert ráð fyrir snæðingi á ströndinni. Stefnt er að því að tendra varðeld á ströndinni um kl 20 og þar verður tónlistardagskrá krydduð frásögnum fram undir miðnætti,  sjá nánari upplýsingar.
  

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is