Sameinast um félagsþjónustu

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar
Skrifað var undir samning um sameiginlega félagsþjónustu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sl. mánudag.

 

Samningurinn felur í sér rekstur sameiginlegrar félagsmálanefndar og félagsþjónustu undir heitinu Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandasýslu.

 

Um áramótin munu málefni fatlaðra flytjast frá ríki til sveitarfélaga og verður því öll félagsþjónusta veitt á sama stjórnsýslustigi. Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur eiga með sér mikið samstarf og er félagsþjónustan enn einn mikilvægur þáttur í samstarfi sveitarfélaganna.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is