Samstarfsverkefni um kalkþörungarannsóknir í Ísafjarðardjúpi

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) og Vaxtarsamningur Vestfjarða (Vaxvest) hafa ákveðið að styðja við rannsóknir í Ísafjarðardjúpi á kalkþörungasetlögum.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Íslenska Kalkþörungafélagið og Celtic Sea Minerals.

Markmiðið er að rannsaka hvort að það sé fýsilegt að hefja nám og vinnslu á kalkþörungum úr Ísafjarðardjúpi. Slíkt myndi hafa áhrif á atvinnulífið á Norðanverðum Vestfjörðum auk þess að það myndi styðja við og styrkja starfsemi Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Þetta er langtímaverkefni sem getur hugsanlega orðið að veruleika eftir 4-5 ár og myndi skapa um 25-35 störf auk umsvifa við byggingu verksmiðjunnar. Áætlað er að frumrannsóknum verði lokið innan 12-13 mánaða og verði því hægt að taka ákvarðanir um framhaldið eftir það.

Samstarf Atvest og ÍK hefur verið farsælt og má rekja upphaf kalkþörunganáms og vinnslu á Bíldudal til hugmynda sem Atvest var meðal annars falið að vinna að útfærslu á með Celtic Sea Minerals, en úr því samstarfi varð til fyrirtæki Íslenska Kalkþörungafélagið. Það er von Atvest að með þessu samstarfi skapist ný störf og verðmæti sem eflt geta atvinnulífið á Vestfjörðum.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is