Sáttmáli um jákvæð samskipti

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti var undirritaður í nóvember s.l. í tveim gerðum.

 

Annað skjalið er undirritað af ráðherrum og eða fulltrúa ráðherra auk borgarstjóra og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Hitt skjalið er með ofangreindum aðilum auk fulltrúa fjölda samtaka, félaga og stofnanna sem öll á einn eða annan hátt láta sig þetta mikilvæga málefni varða.

 

Einnig vill verkefnisstjórn um aðgerðir gegn einelti benda á greinargerð um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum frá því í júní í sumar.


Einnig er vakin er athygli á að heimasíðan Gegneinelti.is hefur verið endurbætt. Meðal annars hefur undirskriftakerfi síðunnar verið einfaldað til muna þannig að mjög einfalt er fyrir alla, jafnt unga sem aldna, að undirrita þjóðarsáttmálann um baráttu gegn einelti. Verkefnisstjórnin hvetur fólk eindregið til þess að skrifa undir sáttmálann og sýna þar með hug sinn í verki gagnvart því samfélagslega vandamáli sem einelti er.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is