Sendiherrar Sameinuðu þjóðanna bjóða fram krafta sína

Sendiherrar Sameinuðu þjóðanna bjóða fram krafta sína

 

Árið 2007 skrifaði Ísland undir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Eitt af þeim markmiðum sem kveðið er á um í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014 sem samþykkt var á Alþingi í júní sl. er að samningurinn verði fullgiltur. Jafnframt er lögð áhersla á að auka þurfi þekkingu og vitund um málefni tengd fötlun og stöðu fatlaðs fólks.

Frá árinu 2011 hefur Fjölmennt annast kynningu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í formi verkefnis sem nefnist „Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks“. Á síðastliðnu ári var svo gerður samningur milli Fjölmenntar og velferðarráðuneytisins sem kveður á um að ráðuneytið styrki verkefnið í tvö ár.

 

Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verða  í Félgsheimili Patreksfjarðar miðvikudaginn 22.maí 2013 kl. 20.00, með þeim verður einnig Jón Þorsteinn Sigurðsson  réttindagæslumaður á Vestfjörðum og Vesturlandi .

 

Allir velkomnir.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is