Sjálfkjörið í bæjarstjórn Vesturbyggðar

Þar sem aðeins einn listi barst yfirkjörstjórn Vesturbyggðar fyrir sveitarstjórnarkosningar nú í vor er sjálfkjörið í bæjarstjórn Vesturbyggðar, 2014-2018.

Sjálfstæðismenn og óháðir var eina framboðið sem var sent inn. Þann lista skipa eftirtaldir aðilar:

 1. Friðbjörg Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri
 2. Magnús Jónsson, skipstjóri
 3. Ásgeir Sveinsson, bóndi
 4. Nanna Á. Jónsdóttir, bóndi
 5. Gísli Ægir Ágústsson, skipstjóri
 6. Halldór Traustason, málarameistari
 7. Ása Dóra Finnbogadóttir, umhverfisskipulagsfræðingur
 8. Gunnar Héðinsson, vélstjóri
 9. Jón BG Jónsson, læknir
 10. Gerður Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur
 11. Hjörtur Sigurðsson, hafnarvörður
 12. Jórunn Helgadóttir, húsfreyja
 13. Víðir Hólm Guðbjartsson, bóndi
 14. Guðmundur Sævar Guðjónsson, bílstjóri og húsasmíðameistari

 

Yfirkjörstjórn Vesturbyggðar

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is