Sjóræningjahúsið tilnefnt til Eyrarrósarinnar

Sjóræningjahúsið
Sjóræningjahúsið
Safnasafnið á Svalbarðseyri, Sjóræningjahúsið við Patreksfjörð og tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar í ár.

 

Eyrarrósin, er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, og verður veitt í áttunda sinn á Bessastöðum þann 18. febrúar næstkomandi.

 

Markmið verðlaunanna er að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni og skapa sókarfræir á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.

 

Meðal verkefna sem hlotið hafa Eyrarrósina á undanförnum árum eru: Sumartónleikar í Skálholtskirkju, tónlistarhátíðin Bræðslan, Landnámssetrið í Borgarfirði og LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is