Skákdagur Íslands

Í tilefni af Skádegi Íslands munu nemendur í Patreksskóla ásamt Henrik Danielsen stórmeistara í skák vígja nýja útitaflmenn sem nemendur í 10.bekk hafa smíðað undir leiðsögn Einars smíðakennara. Það er von skólans að með tilkomu þessara skákmanna eflist áhugi og iðkun á skáklistinni hjá nemendum.

Í kjölfar Skákdagsins 2013, 26.janúar, bætist  Íþróttamiðstöðin Brattahlíð á Patreksfirði í hóp þeirra sundlauga sem bjóða upp á sundskák. Þá mun Henrik Danielsen og Áróra Hrönn Skúladóttir afhenda sundskáksett að gjöf frá Skákakademíunni. Skákiðkun er góð leið til að rækta hugann eins og sundferð er góð leið til að rækta líkamann. Skáksettið í lauginni er samstarfsverkefni Brattahlíðar og Skákakademíunnar. Allir gestir eru boðnir velkomnir í skák!

Athöfnin verður mánudaginn 28.janúar og  hefst kl 11.30 við útiskákborðið á skólalóðinni. 

Allir velkomnir

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is