Skilgreining á grunnþjónustu sveitarfélaga

Velferðarvaktin hefur skilgreint hvað felst í grunnþjónustu ríkis og sveitarfélaga og sett fram ábendingar um hvaða leiðir skuli fara til að verja grunnþjónustuna þegar teknar eru ákvarðanir um hagræðingu og niðurskurð.

Í tengslum við framfylgd stöðugleikasáttmálans frá 25. júní 2009 var velferðarvaktinni falið „að leita leiða í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins til að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélaga". Settur var á fót vinnuhópur um verkefnið á vegum velferðarvaktarinnar þar sem sátu fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, hagsmunasamtaka, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ráðuneyta.

 

Samkvæmt skilgreiningu velferðarvaktarinnar er grunnþjónusta í fyrsta lagi lögbundin lágmarksþjónusta sem ekki verður skert án lagabreytinga. Í öðru lagi felur hún í sér tiltekið þjónustustig lögbundinnar þjónustu sem hefð hefur skapast um að standi einstaklingum og fjölskyldum til boða þótt það sé ekki skilgreint í lögum. Í þriðja lagi er um að ræða ólögbundna þjónustu sem einstaklingar með sérþarfir vegna fötlunar eða heilsubrests þurfa á að halda við athafnir daglegs lífs og til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is