Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar

Um þessar mundir er sveitarfélagið Vesturbyggð að vinna að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.

Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt en einnig lagfæring á landnotkunarreit V4 á Patreksfirði en hann er stækkaður miðað við núverandi ástand.

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka við lóðaframboð innan byggðar á Bíldudal. Talsverð vöntun er á íbúðarhúsnæði nú þegar á Bíldudal og lítið af lóðum til uppbyggingar. Horft er á að reyna að þétta núverandi byggð og nýta þannig núverandi innviði betur og þar með talið komast hjá auknum kostnaði við nýja vegi og lagnir. Unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið sem verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni þegar hún verður auglýst.

Gerð er breyting á svæði V4 á Patreksfirði. Svæðið er stækkað til austurs að íbúðarsvæði en fyrirhugað er að reisa sjálfsafgreiðslustöð á svæðinu ásamt bættri og stærri aðkomu fyrir Aðalstræti 62. Gæta skal við hönnun svæðisins að það falli sem best að umhverfinu undir brekkunni.Svæðið er 0,13 ha í gildandi aðalskipulagi en verður eftir stækkun 0,34 ha. Grenndarkynning mun fara fram á Fyrirhuguðum breytingum og stækkun á lóðinni sem verður auglýst auglýsingu á aðalskipulags-breytingunni.  

Skipulagslýsingin mun einnig hanga upp á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63 á Patreksfirði.

Einnig má sjá hana hér.

Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is