Skipulagslýsing vegna deiliskipulagsgerðar í Vesturbotni

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðrar deiliskipulags í frístundarbyggð í Vesturbotni.

Skipulagslýsingin er nú til kynningar í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Fyrirhugað deiliskipulag nær yfir hluta jarðarinnar Vesturbotn sem er í eigu Vesturbyggðar. Skipulagssvæðið er um 80 ha að stærð.Helsta markmið með gerð deiliskipulagsins er að bjóða upp á lóðir í fallegu umhverfi þar sem áhugasamir einstaklingar eða félagssamtök geta m.a. unnið að uppgræðslu og landbótum. Ennfremur verði lögð áhersla á að mynda heildstætt frístundahúsahverfi, sem fellur sem best að umhverfinu. Öll mannvirki, sumarbústaðir, lóðamörk og bílastæði verði eins lítið áberandi og frekast er kostur.

 

Skipulagslýsingin er á heimasíðu Vesturbyggðar www.vesturbyggd.is og hjá tæknideild Vesturbyggðar að Aðalstræti 75 frá 15. ágúst til 5. september 201.

 

Athugasemdir við skipulagslýsinguna skulu berast Skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði eigi síðar en 5. september 2012 og skulu þær vera skriflegar.

 

Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagið og það kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

 

 

Ármann Halldórsson
Bygginarfulltrúi Vesturbyggðar

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is