Skipulagsmál í Vesturbyggð

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi þann 16. Janúar 2013 eftirfarandi

 

Hafnarsvæðið á Bíldudal.

Um er að ræða nýtt deiliskipulag byggt á áður ógildu deiliskipulagi fyrir Hafnarteig 4 og umhverfi, stækkun  Kalkþörungaverksmiðju og  stækkun lóðar  til norðurs. Stækkun landfyllingar í samræmi við gildandi aðalskipulag.

 

Ofanflóðavarnir neðan Klifs á Patreksfirði

Nær til reits sem afmarkast af ofan grunnskóla, kyndistöð og heilbrigðisstofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að reisa 250 m langan þvergarð/varnargarð ofan byggðarinnar milli

Vatnseyrar og Geirseyrar. Þvergarðurinn verður 10‐12 m hár og er heildarrúmmál hans um

42.000 m3. Samkvæmt aðalskipulaginu er svæðið sem breytingin nær til skilgreint sem óbyggt.

 

Deiliskipulögin voru auglýst skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulag ofanflóðavarna var auglýst frá  23. nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Deiliskipulag hafnarsvæðisins var auglýst frá 24. október til 7. desember 2012.  Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum við sitthvort deiliskipulagið og hafa umsagnir sveitastjórnar verið sendar þeim aðilum. Sveitastjórn samþykkir ofangreind deiliskipulög og hafa þau veri send skipulagsstofnun til umsagnar

 

Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér að byggingarfulltrúa Vesturbyggðar.

 

Ásthildur Sturludóttir Bæjarstjóri Vesturbyggðar

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is