Skjaldborg 2011

Skjaldborg 2011
Skjaldborg 2011
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin í fimmta sinn á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina, 10.-12. júní. Umsóknarfrestur til að senda inn mynd á hátíðina er til 10. maí.

 

Hvítasunnuhelgina 10. - 12. júní verður Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, haldin á Patreksfirði í fimmta sinn. Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verður besta heimildamyndin á Skjaldborg 2011 valin af áhorfendum.

 

Á Skjaldborgarhátíðinni í fyrra voru frumsýndar hátt í 30 íslenskar heimildamyndir og hlaut dagskráin mikið lof kvikmyndagerðarfólks og annarra gesta. Backyard eftir Árna Sveinsson var valin besta myndin í fyrra en myndin hefur undanfarið vakið verðskuldaða athygli á kvikmyndahátíðum víða um heim.

 

Gróska hefur aldrei verið meiri í heimildamyndagerð hér á landi en á sama tíma er erfitt að fá myndirnar sýndar í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Skjaldborg sýnir því heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin afar fjölbreytt.

 

Umsóknarfrestur er til 10. maí. Til að heimildamynd teljist gjaldgeng á Skjaldborg má hún hvorki hafa verið sýnd í sjónvarpi né í kvikmyndahúsi.

 

Þeir sem vilja koma mynd að á hátíðinni sendi DVD eintak á:

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda
Tinna Ottesen & Janus Bragi Jakobsson
Óðinsgata 22, 101 Reykjavík

 

Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt þegar nær dregur.

Heimasíða hátíðarinnar: www.skjaldborg.com

Skjaldborg er einnig að finna á Facebook

 

Viðtöl vegna Skjaldborgar veita stjórnendur hátíðarinnar:
Tinna Ottesen - sími: 849 8682 - netfang: tinnaottesen@gmail.com
Janus Bragi Jakobsson - sími: 865 8755 - netfang: janusbragi@gmail.com

 

Nánari upplýsingar um Skjaldborg veitir Elsa María Jakobsdóttir - sími: 897 2447 -netfang:elsamariajakobs@gmail.com

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is