Skjaldborgarhátíðin - möguleiki íbúa

Skjaldborg 2010
Skjaldborg 2010
Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin á Patreksfirði næstkomandi hvítasunnuhelgi, dagana 21.-24. maí.

Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og hefur hún stækkað ár frá ári, gestafjöldinn á síðasta ári var rúmlega 200.

 

Undirbúningshópinn langar að benda íbúum svæðisins á þá möguleika sem felast í hátíðinni. Margir möguleikar til tekjuöflunar fyrir félög og einstaklinga eru í kringum hátíðina, það þarf bara að láta sér detta eitthvað snjallt í hug og framkvæma það. Meðan Skjaldborg ´09 stóð yfir starfrækti hópur unglinga reiðhjólaleigu og pylsusölu, mæltist það vel fyrir meðal gesta hátíðarinnar og er gott dæmi um skemmtilegt framtak.

 

Best er að það sé gert í samráði við undirbúningshópinn svo hægt sé að segja frá öllu sem er í boði í útgefinni prentaðri dagskrá hátíðarinnar.

 

Fyrsta opnunarhelgi Sumarmarkaðs Vestfjarða sumarið 2010 verður einnig um hvítasunnuhelgina. Þar er pláss fyrir marga bása og er básinn leigður út á 1.500 krónur. Allt handverksfólk og aðrir sem framleiða vörur er hvattir til að nýta sér það tækifæri sem felst í að bjóða sína vöru á Sumarmarkaðnum, þvi fleiri sem taka þátt því betra.

 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða upp á þjónustu af einhverju tagi eru beðnir að hafa samband fyrir 12. maí við:

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is