Skógarmítill á Íslandi

Eldspíta og skóarmítill
Eldspíta og skóarmítill
Heilbrigðisráðherra fól fyrir skömmu landlæknisembættinu að uppfræða almenning um skógarmítil og hvernig forðast má skaða vegna hans.

 

Skógarmítill hefur fundist á Íslandi af og til en hann er að öllum líkindum orðinn landlægur í dag. Útbreiðslusvæði hans færst norður á bóginn með hlýnandi loftslagi. Skógarmítill getur borið með sér Borrelíósan eða Lyme-sjúkdóm. Kjöraðstæður skógarmítils eru skógi vaxin svæði og dýralífið þar sem sér mítlinum fyrir blóði.

 

Þar sem skógarmítill er landlægur er fólk vant því að leita að honum á líkama sínum eftir dvöl í skógi eða graslendi. Ef hann er tekinn af húðinni innan við sólarhring eftir að hann nær að festa sig er hann talinn hættulaus þar sem bakterían (Borrelia burgdorferi) sem veldur Lyme-sjúkdómi í mönnum kemst ekki í blóðrás hýsilsins nema mítillinn sjúgi blóð mjög lengi.

 

Eftir bit getur farið að bera á þreytu, hita, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðverkjum sem varað geta vikum saman. Útbreidd sýki verður þegar bakterían dreifir sér um líkamann og sest að í húð, miðtaugakerfi, hjarta eða liðum. Þetta getur gerst vikurnar eftir sýkingu ef ekki er gefin meðferð. Venjulega gengur þó sýkingin yfir eftir einhverjar vikur eða mánuði þótt engin meðferð sé veitt. Fyrir kemur að sýkingin valdi viðvarandi liðbólgum. Sjaldgæfir fylgikvillar eru minnisleysi, síþreyta og hjartsláttartruflanir sem haldast þótt bakterían hafi verið upprætt.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is