Skógræktarátak í bígerð á Bíldudal

Skógræktarfélag Bíldudals ásamt Arnfirðingafélaginu og Skógræktarfélagi Íslands hafa ákveðið að fara í samstarfi við heimamenn á Bíldudal með skógræktarátak á næstu árum.

Hugmyndin er að hefja marktvisst átak með þettingu skógar sem nú er að spretta upp fyrir ofan þorpið og svo halda áfram alla leið að gömlu skógræktargirðingu á næstu árum. Einnig eru uppi hugmyndir að leggja göngustíg sem gæti tengst við gönguleiðina upp Búðargilið og fram hlíðina inn dalinn.

Um síðustu helgi kom til Bíldudals Brynjólfur Jónsson, framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Íslands, og skoðaði aðstæður ásamt fulltrúum Arnfirðingafélagsins. Hann telur að Bíldudalur sé sérstaklega ákjósanlegur staður í svona verkefni bæði skjólsæll og góður jarðvegur til ræktunar.

 

Næstu skref eru að kynna verkefnið fyrir Vesturbyggð og íbúum á Bíldudal en ákveðið hefur verið að hefjast handa strax í sumar.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is