Skólastefna Vesturbyggðar

Nýlega var samþykkt skólastefna fyrir Vesturbyggð. Stefnan var kynnt á opnum íbúafundi 22. nóvember 2014.

Stefnumörkunin átti sér nokkurn aðdraganda og var áhersla lögð á að gefa sem flestum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum varðandi skólamál í byggðinni. Efnt var til þriggja íbúafunda og var sá fyrsti haldinn á Bíldudal 29. janúar 2014. Fundað var með íbúum á Barðaströnd 30. janúar og á Patreksfirði 1. febrúar. Sérstakur fundur var haldinn með foreldrum af erlendum uppruna 10. apríl. Fundirnir voru með þjóðfundasniði og var unnið í hópum við að svara eftirtöldum fjórum spurningum:

  • Hvað eru þið einkum ánægð með í skólunum?
  • Hvað má helst betur fara?
  • Hvað er brýnast að bæta?
  • Hvernig sjáið þið skólann fyrir ykkur eftir tíu ár?

Matsfundir voru haldnir með öllum nemendum grunnskólans þar sem nemendur voru beðnir um að greina frá því sem þeir væru ánægðir með í skólanum og hvað betur mætti fara.

Fundað var með starfsfólki Bíldudalsskóla 29. janúar og starfsfólki Patreksskóla 31. janúar. Fundað var með starfsfólki leikskólanna 10. apríl og kennurum Tónlistarskólans 11. apríl. Þá voru skólarnir heimsóttir og mat lagt á aðstæður. Í þessum heimsóknum var rætt óformlega við stjórnendur, starfsfólk og nemendur. Þá var fundað með fræðslunefnd og sveitarstjórn.

Um miðjan apríl voru drög að skólastefnunni, ásamt greinargerð, send til umsagnar, með ósk um að þau yrðu borin undir fulltrúa foreldra og starfsfólk skólanna og fræðslunefnd og barst fjöldi athugasemda sem hafðar voru til hliðsjónar við lokagerð.

Lokagerð skólastefnunnar var, eins og áður segir, kynnt á opnum íbúafundi 22. nóvember 2014, sjá hér:

Starfsfólk skólanna hefur lagt drög að forgangsverkefnum á næstu misserum. Í leikskólunum verður áhersla lögð á að ljúka skólanámskrárgerð og í grunnskólanum varður allt kapp lagt á að efla læsi og lesskilning. Á báðum skólastigum verður unnið að krafti að því að efla samskipti heimila og skóla.

Á fundinum 22. nóvember, flutti Guðjón Ólafssson sérkennslufræðingur, erindi um samstarf heimilis og skóla.

 

Skjásýninga Guðjóns

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is