Skólastjórar í Vesturbyggð

Gústaf Gústafsson og Ásdís Snót Guðmundsdóttir
Gústaf Gústafsson og Ásdís Snót Guðmundsdóttir

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær 15. júní, að ráða Ásdísi Snót Guðmundsdóttur sem skólastjóra Bíldudalsskóla og Gústaf Gústafsson sem skólastjóra Patreksskóla.

Ásdís Snót lauk árið 2004 B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands með áherslu á nám og kennslu ungra barna og árið 2009 lauk hún M.Ed. gráðu í menntunarfræðum ungra barna. Ásdís Snót hóf fjarnám við Háskóla Íslands í stjórnunarfræði menntastofnana árið 2009 og hefur lokið 100 einingum af 120.

Ásdís starfaði sem aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar á árunum 2014 – 2015 og var deildarstjóri Bíldudalsskóla 2011 – 2016.

Gústaf er með B.ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands frá árinu 2002, hann stundaði nám við Skolen for kropsdynamik á árunum 1991-1992 og lauk verzlunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1973.

Gústaf hefur verið aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar síðan árið 2002.

Gústaf og Ásdís munu taka til starfa frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Alls bárust sjö umsóknir um stöðurnar.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is