Skráning í lífshlaupið hafin

Lífshlaupið
Lífshlaupið
Skráning í Lífshlaupið, sem ÍSÍ gengst fyrir, er hafin en það verður ræst í fjórða sinn á miðvikudag.

Um 13.300 manns tóku þátt í Lífshlaupinu á síðasta ári og fjölgaði þátttakendum um rúmlega 4000 á milli ára.

Lífshlaupið á að höfða til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðunni www.lifshlaupid.is en þar gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í vinnustaðakeppni frá 2.-22. febrúar fyrir 16 ára og eldri, hvatningarleik fyrir grunnskóla fyrir 15 ára og yngri og einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið.

 

Markmið Lífshlaupsins er sem fyrr að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu inn á vef Lífshlaupsins svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu. Börn og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is