Skráningu á árshátíð lýkur á miðvikudag

Skráningu á árshátíðar fyrirtækja og stofnana í Vesturbyggð lýkur á miðvikudaginn.

 

Árshátíðin verður haldinn á laugardaginn, 27. mars 2010 og opnar Félagsheimili Patreksfjarðar kl. 19:30.

Veislustjóri verður Karl Örvarsson og stuðbandið Glymskrattinn leikur fyrir dansi. Vínveitingar verða á skemmtuninni.

 

Verð á hvern miða helst óbreytt frá því í fyrra og er kr. 6.000.

 

Skila þarf inn þátttökulistum til Ásdísar Lilju í Þekkingasetrinu Skor (Framhaldsdeildinni), eða með því að senda tölvupóst með fjölda miða á asdislilja@fsn.is.

 

Búið er að setja upp matseðil fyrir árshátíðina en maturinn kemur frá veitingastaðnum Þorpinu á Patreksfirði.

 

Forréttir
Hrefnucapaccio m/rauðlaukssultu og rúsínum
Tortillur m/laxi og rjómaosti
Reyktar hrefnurúllur m/sesamosti

 

Aðalréttir
Rósmarinhjúpað lambalæri m/ostafylltum kartöflum.
Döðlufyllltar grísalundir m/volgu kartöflusalati og villisveppum
Roast beef m/djúpst.laukhringjum
Steinbítur í kínadeigi m/hrísgrjónum
Kjötfiskbollur í súrsætrisósu
Ferskt kjúklingasalat m/doritos flögum og dessingu
Ásamt viðeigandi sósum,græmmeti og öðru meðlæti.

 

Eftirréttur
Frönsk súkkulaðiterta m/rjóma og kaffi

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is