Skrímslasmiðja á Bíldudal

Hekl
Hekl
Skrímslasetrið á Bíldudal stendur fyrir skrímslasmiðju helgina 15.-17. október þar sem búin verða til skrímsli úr handverki.

Markmiðið er að virkja þá sem hafa áhuga á handverki og hönnun. Unnið verður út frá lýsingum á sæskrímslunum sem finnast í gömlum frásögnum og þjóðsögum.

Smiðjunni er ætlað að vera atvinnuskapandi fyrir fólk í Vesturbyggð sem og öllum Vestfjörðum. Er öllum heimil þátttaka. Í skrímslasmiðjunni verður unnið undir leiðsögn hönnuða við mótun skrímsla t.d. með hekli, tréútskurði og öðrum aðferðum.

 

Fyrirmyndum leiðbeinenda verður fylgt, svo öll dýrin hafi álíka einkenni eftir tegundum en að sjálfsögðu mun persónulegt yfirbragð handverksfólks koma á dýrin eftir fingrafimi hvers og eins. Í fyrstu smiðjunni verður byrjað á hekluðum skrímslum. Hugmyndin er svo að selja afurðirnar í umboðssölu í Skrímslasetrinu þar sem listafólkið fengi þóknun af sínum skrímslum.

 

Smiðjan hefst á föstudegi þar sem verkefnið verður kynnt og hitað upp með hekli á bútum sem notaðir verða til að skreyta nágrenni Skrímslasetursins. Á laugardeginum verða skrímslin gerð og á sunnudeginum verður skrímslasmiðjan opin án formlegrar kennslu.

 

Leiðbeinendur í smiðju I:

  • Edda Lilja Guðmundsdóttir. textílkennari og heklhönnuður: www.snigla.com
  • Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og prjónafrumkvöðull: www.raggaknits.com / knittingiceland.com

 

Dagskrá
Föstudagur 15. október:
Kl. 20:00 - 23:00: Undirbúningur/upphitun
Kynning á verkefninu, hitað upp með hekli á bútum sem verða svo notaðir til að skreyta nágrenni Skrímslasetursins.
Laugardagur 16. október:
Kl. 09:00 - 12:00
Grunnurinn að skrímslunum gerður eftir uppskriftum frá leiðbeinendum.
Kl. 13:00 - 17:00
Skrímslin skreytt og hugað að smáatriðum.
Sunnudagur 17. október:
Kl. 13:00 - 17:00
Opin skrímslasmiðja - haldið áfram með skrímslin.
Valfrjálst - án formlegrar kennslu - ráðgjöf veitt eftir þörfum allur efniviður aðgengilegur.

 

Allir eru velkomnir og allir geta lært að hekla!

Þátttökugjald er 1.000,- kr.

Skráning: skrimsli@skrimsli.is eða í s: 456-6666 fyrir 13. október. Nánari upplýsingar: skrimsli@skrimli.is/ www.skrimsli.is

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is