Skyndihjálparnámskeið

Rauði kross Íslands og Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Rauði kross Íslands og Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Rauðakrossdeild Vestur-Barðarstrandarsýslu í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á skyndihjálparnámskeið í Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði.

 

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast þekkingu og góða færni í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeið fyrir þá sem vilja gefa sér góðan tíma í að læra skyndihjálp s.s. almenning, sjálfboðaliða í skyndihjálparhópum Rauða krossins og nemendur sem fá einingu fyrir að taka skyndihjálparnámskeið.

 

Kennt verður miðvikudaginn 3. nóvember kl.16-18.00, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 16-18, föstudaginn frá 15-17 og laugardaginn 5. nóvember 10-14.

Námskeiðið er metið til eininga í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og víðar!

 

Skráning fer fram á maria@frmst.is í síma 8451224 eða á vef fræðslumiðstöðvarinnar.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is