Skýrsla forvarnardagsins 2010

Forvarnardagurinn
Forvarnardagurinn
Forvarnardagurinn var haldinn í fimmta sinn miðvikudaginn 3. nóvember 2010 og liggur fyrir skýrsla frá deginum.

 

Að venju fólst dagskrá Forvarnardagsins í verkefnavinnu í 9. bekkjum grunnskólanna. Tilgangur þeirrar vinnu er að fá fram sjónarmið unglinganna sjálfra, skoðanir þeirra og reynslu:

 

Í meðfylgjandi skýrslu eru viðhorf ungmennanna rakin og niðurstöður þeirra birtar. Þau eru mikilvæg í ljósi þess að áratugalangar rannsóknir íslensks félagsvísindafólks hafa sýnt að verji ungmenni tíma með foreldrum og fjölskyldum sínum og taki þátt í íþróttum eða æskulýðsstarfi minnki líkur á því að þeir hefji neyslu áfengis og fíkniefna á unglingsárunum.

 

Rannsóknir sýna einnig fram á að því lengur sem ungmenni sniðganga áfengi þeim mun ólíklegra er að þau ánetjist fíkniefnum.

 

Allar frekari upplýsingar veitir Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnisstjóri forvarnardagsins, á netfanginu forvarnardagur@gmail.com.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is