Skýrsla um stöðu landupplýsingargagna hjá sveitarfélögum

Ísland teygt og togað: flatarmál sveitarfélaga á Íslandi í hlutfalli við íbúafjölda
Ísland teygt og togað: flatarmál sveitarfélaga á Íslandi í hlutfalli við íbúafjölda
Landmælingar Íslands létu sl. haust kanna stöðu landupplýsingargagna hjá sveitarfélögum.

Þar er átt við hvað er til af og hvernig notuð eru gervihnatta- og loftmyndir, stafræn landfræðileg gögn á borð við hæðarlínur, árfarvegi, gróðurþekju o.þ.h., svo eitthvað sé nefnt. Könnun þessi fer fram í aðdraganda að innleiðingu svokallaðrar INSPIRE tilskipunar ESB um aðgengi og samhæfingu af landfræðilegum gögnum í Evrópu, í því skyni að auðvelda aðgengi að og örva notkun landupplýsingagagna í þágu umhverfismála.

 

Niðurstöður könnunarinnar sýna að lítið er vitað um INSPIRE hjá sveitarfélögum, en þau nota margvísleg landfræðileg gögn, í mismiklu mæli þó. Almennt má segja að notkun þessara gagna er mun meiri hjá fjölmennari sveitarfélögum og hjá þeim er kostnaður við notkun einnig langminnstur hlutfallslega. Helstu ástæður fyrir því að vitneskja um landfræðigögn skorti er vanþekking á notkunarmöguleika þeirra og að sveitarfélög láta ráðgjafa um meðhöndla slík gögn fyrir sig þannig að þau hafi ekki heildaryfirsýn yfir notkunina.

 

Almennt er talið að hagnýting landupplýsinga sé tiltölulega skammt á veg komin meðal sveitarfélaga og þar sé miklir möguleikar í framtíðinni, ekki síst í tengslum við skipulagið. Einnig má nefna að ítarlegar og nákvæmar landupplýsingar, ekki síst um umhverfi og náttúru, eru mikilvægur liður í því að efla ferðaþjónustu.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is