Skýrsla um strandveiðar 2009

Strandveiðar 2009
Strandveiðar 2009
Fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að mikil ánægja er meðal strandveiðimanna með strandveiðarnar 2009 og fyrirkomulag þeirra.

Styðja  þeir langflestir að haldið verði áfram með þær. Þó tilfinningar séu blendnari meðal annarra hagsmunaaðila er þó meirihlutinn á því að strandveiðarnar geti verið leið til að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins.


Markmiðin með veiðunum hafa að miklu leyti náðst. Það er þó sett fram með fyrirvara þar sem markmiðin voru ekki nægjanlega skýrt skilgreind eða sett fram með ákveðin viðmið. Upp úr standa markmiðin um að gefa fleiri en handhöfum kvóta möguleika á takmörkuðum veiðum í atvinnuskyni, nýliðun og að auðvelda fólki að afla sér reynslu og þekkingar. Nýliðar voru 20% í hópi þeirra útgerðarmanna sem svöruðu könnun vegna skýrslunnar. Að auki má búast við að margir nýliðar hafi verið í hópi þeirra 150 einstaklinga sem auk útgerðaraðila skipuðu áhafnir strandveiðibátanna.


Leyfin til veiðanna söfnuðust ekki á fárra hendur og flestir sem koma að veiðunum voru minni útgerðaraðilar sem töldu sig hafa fengið frá nokkrum hundruð þúsund úr veiðunum upp í milljón. Aflaverðmæti meðalbáts voru um 1.550 þúsund krónur. Aflaverðmæti á bát var mest á svæði C eða 2,2 m.kr., næst kom svæði A með 1,8 m.kr.


Veiðarnar náðu að því markmiði að hleypa lífi í minni sjávarbyggðir landsins og styrkja þær.  Áhrif á samfélög þessara minni staða virðast hafa verið mjög jákvæð en ekki eru eins augljós áhrif veiðanna á atvinnulíf.

 

Skrifaðu athugasemd:



Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is